flipp

 

halló!

 Jæja í dag hittumst við klukkan hálf níu hjá Hörpu en sumir gerðust snooze-aholics og mættu því aðeins seinna. Plönuðum daginn og Birna & Guðný örkuðu í G-town að safna styrkjum. Sara & Þórdís skemmtu sér konunglega á meðan og tóku myndir af krökkunum, nett flipp. Kláruðum líka kennarana og ég veit ekki hvað og hvað, þetta tók allavega sinn tíma. Birna & Guðný fóru í kringluna og á laugarveginn til að fá styrki en við vitum ekki alveg hvernig það fór - vonum bara það besta. (ef svo skemmtilega vill til að þú sért fyrirtæki þá endilega hafðu samband við réttarholtsskóla og leggðu góðu málefni lið...við tökum visa, kredit og rafrænar greiðslur ... og klink :D)

Allavega, myndatökurnar eru næstum búnar - ekki alveg samt. En þetta klárast á morgun. En núna ætlum við að koma okkur heim eftir strembinn, hungraðan en þó í senn mjög flippaðan dag. Svo skemmtilega vildi til að Þórdís Björk nokkur Þorfinnsdóttir fórnaði sér uppá svalir á heimili sínu í misheppnaðri tilraun til að koma sér inn í húsið og fá sér í svangin og setja myndir inná tölvuna. Þess má geta að hún var bæði hungruð og mjög kallt og var því á barmi taugaáfalls. Svo skemmtilega vildi til að móðir hennar var ekki á leiðinni heim og því lítið sem Þórdís litla gat gert nema það eitt að klifra eða stökkva niður svalirnar. Sara horfði á og gerði fátt annað en að hlægja og taka skemmtilegar myndir sem aldrei fá að líta dagsins ljós að sögn Þórdísar. Með þessu má sjá að Þórdís fórnaði bæði lífi og limum fyrir sakir þessarar árbókar en komst þó niður með minniháttar sár bæði á sál & líkama. Eftir þetta gengu þær Sara & Þórdís hálf farlama upp í skóla og týndu páskaliljur fyrir flippmyndir.

 Takk fyrir okkur! Wink

 Þórdís Björk & Sara Margrét.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband